
Stefán Már Gunnlaugsson.

Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, ásamt stjórnandanum Helgu Loftsdóttur.

Rósa Guðbjartsdóttir.

Linda Hrönn Helgadóttir.

Anna Steinsen.

Allur hópurinn sem hlaut tilnefningu til Hvatningarverðlaunanna.
Rökstuðningur sem fylgdi tilnefningu verðlaunanna:
Jafnréttisdagar Víðistaðaskóla voru haldnir hátíðlegir 18.-20.mars. Þeir runnu undan rifjum jafnréttisráðs Hraunsins sem er upbyggt af áhugasömum nemendum um jafnréttismál í skólanum. Í samstarfi við skólann voru þeir haldnir fyrir hádegi 18.mars, eftir hádegi 19. mars og lokahóf í hádeginu 20.mars. Jafnréttisdagar byggðust upp á hinum ýmsu fyrirlestrum frá Ástráði, Karlmennskunni, Druslugöngunni, Út með það og UN women. Auglýsinguna má sjá hér: https://www.facebook.com/photo.php?fbid=798701167173958&set=a.124965724547509&type=3&theater
Afrakstur daganna var samvinna nemenda, félagsmiðstöðarinnar Hraunsins og Víðistaðaskóla sem unnu saman að vitundarvakningu um jafnréttismál í skólanum.

Foreldraverðlaun foreldraráðs 2019 hlutu foreldrar 10. bekkjar Víðistaðaskóla.

Allur hópurinn sem hlaut tilnefningu til foreldraverðlaunanna.
Á hverju ári setur 10. bekkur í Víðistaðaskóla upp söngleik en í ár var söngleikurinn Fútlúz settur upp með pompi og prakt 15.-17.febrúar 2019. Aðdragandinn að slíkum söngleik er langur og samstarf skóla og foreldra er mikið. Í ár tóku foreldrar mikinn þátt og stóðu við bakið á börnum sínum á einstakan hátt. Foreldrar kölluðu til aukins samstarfs við skóla og með reglulegum fundum, miðlun upplýsinga til annarra foreldra, skipulagði með nemendum umgjörðina í kringum söngleikjahelgina og pössuðu upp á leikara, söngvara, dansara og hljómsveitina á löngum æfingum með peppi, klapp á bakið, uppbyggjandi orðum ásamt alls kyns snatti og mat og drykk svo öllum liði vel á álagstíma.
Þeir foreldrar sem stóðu fremstir í flokki voru: Kristjana Ósk Jónsdóttir, Oddný Ármannsdóttir og Brynhildur Hauksdóttir, Bergþóra Sigurðardóttir, Ragnheiður Anna Georgsdóttir og Lovísa Agnes Jónsdóttir. Ég vil taka það fram að flestir foreldrar komu mikið að söngleiknum og sérstaklega á söngleikjahelginni sjálfri en þessir foreldrar áttu sérstakan þátt í því að stuðla að aukna foreldrasamstarfi bæði við skóla og félagsmiðstöð en ekki síður milli foreldra í árgangnum í kringum söngleikinn.”
Aðrir sem hlutu tilnefningar – og rökstuðningar með:
Myndir: OBÞ
Einnig skjáskot úr kynningu foreldraráðs Hafnarfjarðarbæjar.