Hrekkjavaka var haldin með tilburðum 31. október og er þessi hátíð ærlega búin að festa sig í sessi víða í bænum okkar, undir þeirri áherslu að sníkja grikk eða gott. Þessi upphaflega heiðna hátíð Íra og víkinga, sem Kristnir innlimuðu síðar og Ameríkanar toppuðu á sinn hátt, er að margra mati kærkomin í rökkrinu. Og tilvalið fyrir nágranna að kynnast betur.
Einstaklega gott veður var kvöldið sem Rósa Stefánsdóttir ljósmyndari fylgdi Þórhalli Guðmundssyni íbúa í söguferð hrekkjavöku um Setbergið, þar sem hús voru ýmist skreytt með einhverju appelsínugulu eða ógnvænlegu. Einnig var mikil þátttaka í Vallahverfinu, en Rósa ræddi einnig við Pálmeyju Magnúsdóttur íbúa þar. Útbúið er sérstakt kort fyrir hátíðna sem þátttakendur merkja sig á og þannig er vitað í hvaða hús á að fara. Sirkus Íslands skemmti einnig í Hraunvallaskóla.

















