Það er ekkert nýtt að fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og byggingarráði virðist koma af fjöllum og kannist ekkert við eigin samþykktir þegar að skipulagsmálum kemur. Hvað varðar þetta tiltekna mál þá var þann 24. mars lögð fram fyrirspurn í skipulags- og byggingarráði um breytingu á deiliskipulagi Hrauntungu 5 á þann veg sem hefur verið til umfjöllunar síðustu daga. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurnina, þ.m.t. fulltrúi Samfylkingarinnar. Þann 5. maí var tillagan sett fram í skipulags- og byggingarráði, allir ráðsmenn samþykktu tillöguna þ.m.t. fulltrúi Samfylkingarinnar fyrir utan að sá fulltrúi skildi eftir sig bókun. Við höfum hins vegar heyrt vel raddir íbúa síðustu daga. Samþykki bæjarstjórn að setja tillöguna í auglýsingu og kynningarferli verður hún að sjálfsögðu kynnt íbúum á opnum fundi þar sem athugasemdir geta komið fram auk þess sem tækifæri gefst til að koma fram með skriflegar athugasemdir.

Ó. Ingi Tómasson

Lovísa Traustadóttir

Ágúst Bjarni Garðarsson

Fulltrúar meirihluta skipulags- og byggingarráðs