Heilsuefling Janusar efndi til glæsilegrar uppskeruhátíðar í Hamarssal Flensborgarskóla þarsíðasta fimmtudagskvöld. Þangað kom ekki einungis hafnfirskt íþróttafólk af heldri kynslóðinni, heldur einnig fjölmennti hópur Reykjanesbæinga sem hafa einnig notið handleiðslu Janusar undanfarið ár. Glatt var á hjalla, söngur og gleði og meðal skemmtiatriða voru Geir Ólafsson söngvari, Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona og Þórir Baldursson tónlistarmaður. Fjarðarpósturinn kíkti við og smellti af myndum.
Fleiri myndir á vegum Heilsueflingar Janusar eru hér.
Myndir OBÞ og Heilsuefling Janusar.