Hrekkjavakan hefur fest sig í sessi í íslenskri menningu og var haldin hátíðleg um liðna helgi. Fjölmörg hafnfirsk heimili tóku þátt og víða um bæinn mátti sjá hræðilega vel skreytt hús og ýmsar kynjaverur á öllum aldri gengu um bæinn til að sýna sig, sjá aðra og taka þátt í ratleikjum. Enda var slíkt það eina sem leyfilegt var í ár vegna covid.

Margir segja að ókrýndir hrekkjavökumeistarar bæjarins séu fjölskyldan að Suðurgötu 9, en þau reka þar fyrirtækið The Shed. Þau skreyta ekki bara húsið, heldur fara alla leið og gera garðinn sinn mjög drungalegan og margir gera sér leið þangað til að skoða. Fjölskyldufaðirinn Anthony Bacigalupo setti á sig óvenjulega sóttvarnagrímu og hanska þegar Evu Ágústu Aradóttur, ljósmyndara Hafnfirðings, bar að garði og náði að hræða hana smá.





Við viljum endilega safna saman myndum frá hrekkjavökum helgarinnar hér í fréttina og hvetjum lesendur til að senda okkur í ritstjorn@hafnfirdingur.is eða í messenger Hafnfirðings. Við vitum t.d. af keppni sem haldin var í Setbergshverfinu og efnt var til ratleikja um bæinn.
Mynd/Eva Ágústa Aradóttir