Bikarmót Taekwondosambands Íslands var haldið helgina 27. til 28. apríl í húsnæði Ármanns í Laugardal. Á mótinu kepptu 12 iðkendur frá Björk í bardaga. Bjarkarkrakkarnir stóðu sig glæsilega þar sem meðal annars Leo Speight fékk gull í A senior -80, erfiðasta flokki mótsins, og Sigurður Pálsson fékk svo silfur í sama flokki. Anton Orri fékk svo Gull í B cadet -52, Ísabella Speight silfur í A cadet -51 og Jóhannes Cesar silfur í A cadet -61. Í minior flokki fengu svo Steinar Grétarson Gull, Marel jónsson Silfur auk fjögura brons medalía sem yngri keppendur fengu. 

Leo Speight í einum bardaganna. Mynd aðsend.