Haukakonan Hjördís Helga Ægisdóttir keppti sl. sunnudag í karatekeppni Reykjarvíkuleikanna og stóð sig hreint út sagt frábærlega. Hún endaði í 3. sæti í Kata keppni og í 2. sæti í Kumite, sem er bardagahluti Karate. Hún tapaði viðureigninni um gullið fyrir sterkum keppanda frá Skotlandi.
Hafnfirðingur tók viðtal við þessa mögnuðu ungu íþróttakonu fyrir tæpu ári síðan, en þá sagði hún m.a. að hún byrjaði að æfa karate 8 ára gömul.
Mynd aðsend.