Hild­ur Guðna­dótt­ir, tón­skáldið með hafnfirsku ræturnar, var í dag til­nefnd til tvennra Grammy-verðlaun­a. Þau verða veitt 31. janúar næstkomandi. RÚV greinir frá.

Hildur er annars vegar tilnefnd í flokknum besta tónlist í sjónrænum miðli fyrir tónlist sína við kvikmyndina Jóker­inn. Hins vegar er hún tilefnd fyrir útsetningu sína á laginu „Bathroom Dance“  úr Joker. Sjá nánar á vef RÚV.

Hildur hefur á skömmum tíma sankað að sér helstu verðlaunum fyrir tónlist. Síðast 24. október vann hún til verðlauna sem besta kvikmyndatónskáldið á World Soundtrack Awards, sem eru á vegum kvikmyndahátíðarinnar í Gent í Belgíu.

Mynd/aðsend