Hild­ur Guðna­dótt­ir, tónskáld og Hafnfirðingur ársins 2020, hlaut Grammy-verðlaun áðan fyr­ir tónlist sína í stór­mynd­inni Joker. Hún hef­ur áður hlotið Óskar­sverðlaun, Gold­en Globe-verðlaun og BAFTA-verðlaun fyr­ir tón­list­ina í mynd­inni.

Hild­ur var til­nefnd til verðlauna fyr­ir bestu tónlist í sjón­ræn­um miðlum, en sá flokk­ur nær yfir kvik­mynd­ir, tónlist og tölvu­leiki. Hún var einnig til­nefnd til verðlauna fyr­ir verkið „Bat­hroom Dance“ í öðrum flokki en vann ekki til þeirra verðlauna. Hildur ávarpaði hátíðina í gegn­um fjar­fund­ar­búnað og sagðist þakk­lát fyr­ir verðlaun­in.

Þetta er í annað skiptið sem Hild­ur hlýt­ur Grammy-verðlaun en á síðasta ári vann hún til þeirra verðlauna fyr­ir tón­list­ina í þátt­un­um Cherno­byl.

Myndir úr eigu móður Hildar.