Hafnfirska tónskáldið Hildur Guðnadóttir skráði sig á spjöld sögunnar í nótt þegar hún tók við Golden Globe verðlaununum fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hún er fyrsta konan til að vinna Golden Globe verðlaun einsömul fyrir frumsamda kvikmyndatónlist.
Hildur Guðnadóttir hlaut verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hún er aðeins önnur konan til að vinna verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta sem vinnur þau ein.
Í ræðu sinni þakkaði Hildur m.a. aðalleikara Joker, Joaquin Phoenix, fyrir að hafa gert starf sitt auðveldara með túlkun sinni. Joaquin fékk einnig verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki.
Hér má sjá þakkarræðu Hildar:
Mynd: Skjáskot úr YouTube myndbandi THR.