Margverðlaunaða hafnfirska tónskáldinu Hildi Guðnadóttur var í dag veitt heiðursviðurkenning útflutningsverðlauna forseta Íslands fyrir störf sín á erlendri grundu.
Greint er frá viðurkenningunni á Facebook síðu forseta Íslands og sagt að með sköpun Hildar hafi orðspor hennar borist út um allan heim á undanförnum árum og hún hlotið verðskuldaðar viðurkenningar.
Þessi viðurkenning er enn ein rósin í hnappagat Hildar fyrir tónlist sína m.a. fyrir myndina Joker og Netflix þáttaröðuna Chernobyl.
Mynd/skjáskot síðan Hildur hlaut Golden Globe verðlaunin á árinu.