Jólaþorp Hafnfirðinga er sjarmerandi á svo margan hátt og ekki skrýtið að það laði fólk víða að. Eftir verulega kaldan og fallegan dag í ös á meðal fólks og í umferðinni við að hnýta lausa enda fyrir jólin, þá er ansi notalegt í frostinu og kyrrðinni og vappa ein um Jólaþorpið og horfa á ljósadýrðina. Frábær núvitund áður en rokið og regnið skella á eftir hádegi á morgun. Anda djúpt, fylla lungun af hreinu lofti og blása út öllu stressi.

Olga Björt, eigandi Hafnfirðings, tók meðfylgjandi myndir fyrr í kvöld.