Þrjár Haukastelpur, þær Berglind Þrastardóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir, voru í U15 ára landsliði kvenna sem tók þátt í móti sem fram fór í Hanoi í Víetnam dagana 30. ágúst til 6. september. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið.

Hópurinn allur. Myndir aðsendar.
Ísland mætti gestgjöfunum, Víetnam, auk þess að leika gegn Japan og Mjanmar.
Ísland – Hong Kong 8-0
Ísland – Mjanmar 1-1
Ísland – Víetnam 2-0
Þetta var samstarfsverkefni á vegum UEFA og FIFA sem miðar að því að fjölga tækifærum ungra og efnilegra stúlkna til að leika knattspyrnu á alþjóðlegum vettvangi og vinna þannig að því að auka enn gæði í knattspyrnu kvenna á heimsvísu.
„Verkefni fyrir þennan aldurshóp hefur tilfinnanlega vantað og fagnar KSÍ því þessu framtaki UEFA og FIFA,” segir á vefsíðu KSÍ.
Þjálfari íslenska liðsins er Lúðvík Gunnarsson, og honum til aðstoðar var Jörundur Áki Sveinsson.