Fyrsta Grand Prix mót Karatesambandsins fór fram laugardaginn 15. febrúar. Haukar áttu fjóra keppendur á mótinu sem allir stóðu sig afar vel og öll að stíga sín fyrstu skref í keppni.
Bestum árangri Haukafólks náði Signý Ósk Sigurðardóttir í Kumitekeppni 12 ára stúlkna, en hún endaði í 3. sæti í flokknum. Grand Prix mótaröðin er bikarmótaröð unglinga frá 12 til 17 ára.
Febrúar er frír prufumánuður hjá Karatedeild Hauka í tilefni 30 ára afmælisins, sem haldið verður upp á með pompi og prakt 29. febrúar.
Á aðsendri mynd er Signý 2. frá hægri.