Haukar eru bikarmeistarar í 4. flokki kvenna yngri eftir 24-23 sigur gegn ÍBV í hörkuspennandi úrslitaleik. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sigurmarkið þegar um tvær sekúndur voru til leiksloka og var síðan kosin besti leikmaður úrslitaleiksins. Til hamingju stelpur!

Elín Klara Þorkelsdóttir. Mynd: Haukar

Lið Hauka: Agnes Ósk, Elín Klara, Nadía Líf, Sonja Lind, Emilía, Hekla Ylfa, Mikaela Nótt, Thelma, Viktoría Diljá, Hildur Sóley, Birgitta Kristín, Unnur Sjöfn og Þorgerður. Þjálfarar eru Herbert Ingi Sigfússon og Þorkell Magnússon. Mynd:Haukar.

FH átti líka fulltrúa í bikarúrslitum yngri flokka í dag þegar bráðefnilegt lið FH í 3. flokki karla mætti sameinuðu liði Fylkis/Fjölnis og þurfti að sætta sig við svekkjandi tap, 32-27. Einar Örn Sindrason skoraði átta mörk fyrir FH.

3. flokkur FH fékk silfur. Mynd: Brynja T.