Það má með sanni segja að víða sé einkennilegt um að litast í okkar vanalega fjöruga bæ. Þjónusta er ýmist takmörkuð, henni hætt um stundar sakir, dittað að eða leitað er leiða til að halda starfsemi áfram með hjálp tækninnar. Ljósmyndari Hafnfirðings, Eva Ágústa Aradóttir, fór á nokkra staði og fangaði einstaka stemninguna með þessum fallegu myndum.
Haukar hafa nýtt sér tæknina og tekið upp myndbönd af ýmsum æfingum og hafa leikmenn Hauka í efri flokkum í körfubolta skiptst á að vera í myndböndunum undir stjórn Emils Barja, þjálfara 10. flokks karla.



Ásvallalaug er þrifin um þessar mundir ásamt Suðurbæjarlaug, sem var tæmd svo hægt væri að fara í viðhaldsframkvæmdir, þ.á.m. á þaki innilaugarinnar.















Árni Eiríkur Bergsteinsson, einn af eigendum hársnyrtistofunnar Hárbeitt, neyddist ásamt eiginkonu sinni Sigurborgu Írisi Hólmgeirsdóttur, til að loka stofunni á meðan samkomubannið gildir. Þau nýta lokunina til framkvæmda.



Myndir/Eva Ágústa Aradóttir