Menningarmiðstöðin Hafnarborg hlaut í vikunni Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir viðburð ársins (einstaka tónleika), í flokknum sígildri og samtímatónlist, fyrir opnunartónleika sýningarinnar Hljóðana, sem var hluti af dagskrá Myrkra músíkdaga.

Það er ekki á hverjum degi sem listasafn fær tónlistarverðlaun – en í Hafnarborg hefur tónlistinni í sínum fjölbreytilegu myndum verið sinnt allt frá fyrstu árum starfseminnar.

Verðlaunin góðu. Myndir/Hafnarfjarðarbær