Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni með góðum árangri á lokaúrtökumóti LET. Golf á Íslandi greinir frá.

Úrtökumótið fór fram á Spáni og lék Guðrún Brá hringina fimm á +3 samtals. Það skilaði henni í 17. sæti en 20 efstu fá keppnisrétt í flokki 9b á næsta keppnistímabili sterkustu atvinnumótaraðar Evrópu. Guðrún Brá er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi og verður sú fjórða sem keppir frá Íslandi á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.

Mynd: seth@golf.is