Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2020 fór fram í kvöld, þar sem íþróttakona ársins var kjörin atvinnukylfingurinn hjá Keili, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og íþróttakarl Anton Sveinn McKee, sundkappi hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar. Íþróttalið ársins var kjörið meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsíþróttum hjá Fimleikafélagi Hafnarfarðar. Viðtöl verða við verðlaunahafana í fyrsta tölublaði Hafnfirðings á árinu 2021, 13. janúar.

Meistaraflokkur karla og kvenna hjá FH í frjálsíþróttum fagnar eftir að hafa tekið við viðurkenningunni.

Hátíðin var rafræn í ár í beinu streymi frá Bookless Bungalow á miðlum Hafnarfjarðarbæjar og Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona stýrði hátíðinni ásamt hafnfirsku leikaranemunum Arnóri Björnssyni og Óla Gunnari Gunnarssyni.

Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarsson og Björg Magnúsdóttir, sem höfðu umsjón með útsendingunni.
Arnór og Óli Gunnar kynntu sér nokkrar íþróttir og m.a. aðstöðu hjá Dagbjörgu Hlíf sundkonu.

Meðal dagskrár voru innslög úr hafnfirsku íþróttalífi og spurningakeppni um hafnfirska íþróttasögu, þar sem sigurveginn hlaut áramótavinning. Þá var úthlutað úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að og ætlaður er til eflingar á íþróttastarfi fyrir yngri en 18 ára. Þá voru tónlistaratriði með Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur og Davíð Sigurgeirssyni.

Davíð Sigurgeirsson og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Skjáskot úr útsendingunni.

Tilnefningar í ár hlutu:

Íþróttakarl Hafnarfjarðar:

  • Steven Lennon, knattspyrnumaður hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar.
  • Kári Jónsson, körfuknattleiksmaður hjá Haukum.
  • Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttamaður hjá FH.
  • Axel Bóasson, kylfingur hjá Golfklúbbnum Keili.
  • Róbert Ísak Jónsson, sundkappi hjá Íþróttafélaginu Firði.
  • Róbert Ingi Huldarson, badmintonkeppandi hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar.
  • Anton Sveinn McKee, sundkappi hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar.
  • Nicoló Barbizi, dansari hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
  • Vikar Karl Sigurjónsson hjá Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar.

Íþróttakona Hafnarfjarðar:

  • Þóra Kristín Jónsdóttir, körfuknattleikskonar hjá Haukum.
  • Britney Cots, handknattleikskonar hjá FH.
  • Þórdís Eva Steinsdóttir, frjálsíþróttakonar hjá FH.
  • Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur hjá Golfklúbbnum Keili.
  • Tanya Elisabeth Jóhannsdóttir, sundkona hjá Íþróttafélaginu Firði.
  • Erla Björg Hafsteinsdóttir, badmintonkeppandi hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar.
  • Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, sundkona hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar.
  • Sara Rós Jakobsdóttir, dansari hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
  • Sól Kristínardóttir Mixa, borðtenniskeppandi hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar.
  • Heiða Karen Fylkisdóttir, hjá Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar.

Íþróttalið Hafnarfjarðar:

  • Fimleikafélag Hafnarfjarðar – Meistaraflokkur karla og kvenna í frjálsíþróttum.
  • Golfklúbburinn Keilir – Lið 15 ára og yngri drengja.
  • Golfklúbburinn Keilir – Lið 50 ára og eldri kvenna.
  • Fimleikafélagið Björk – Kvennalið í áhaldafimleikum.

Samtals 8 milljónum var úthlutað til eftirfarandi íþróttafélaga:

Hér er slóð á útsendinguna í heild sinni, en þar var talinn upp stórkostlegur árangur hafnfirsks íþróttafólks og íþróttafélaga:

https://www.facebook.com/160540443978577/videos/772028590056412

Myndir/skjáskot úr útsendingunni.