Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði fór fram sl. miðvikudag. Félagsmiðstöðvarnar og skólarnir hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og það verið unglingum og verkefnum þeirra til mikils sóma. Að deginum til voru leiksýningar í Gaflaraleikhúsinu þar sem nemendur úr skólum bæjarins sýndu atriði og leikhópur Gaflaraleikhússins sýndi einnig afrakstur allskonar listtengdrar vinnu. Fjarðarpósturinn kom við á generalprufu sem haldin var kvöldið áður.
Myndir OBÞ