Árið 2018 byrjaði ég að starfa í sjálfboðaliðastarfi í Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Ég er búin að læra mikið á þessum tíma og mun þessi reynsla lifa með mér alla ævi. Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar hefur engar tekjur, allt starf í nefndinni stendur og fellur með því að fá styrki. Allt starf í nefndinni er unnið í sjálfboðaliðastarfi. Við úthlutum eingöngu matarkortum í matvöruverslunum.

Núna í ár er gríðalegur fjöldi sem hefur sótt um að fá aðstoð til að geta haldið jól. Við höfum haft mjög trausta styrktaraðila undanfarin ár. Nú er staðan þannig að það hefur aldrei verið eins erfitt að fá styrki. Fjölmörg félög og klúbbar hafa ekki getað haft fjáraflanir og þar af leiðandi ekki neinar tekjur til að úthluta í styrki. Sem betur fer höfum við fengið styrki frá nokkrum klúbbum og erum við virkilega þakklátar fyrir þann stuðning og það hjálpar svo mikið.

Framundan er úthlutun og ef þið eigið eitthvað smá afgangs til að styrkja okkur þá er það mjög vel þegið.

Netfang Mæðrastyrksnefndar er styrkur@maedrastyrksnefnd.is

Með vinsemd og þakklæti
fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar
Ásta Eyjólfsdótti formaður

Velunnurum nefndarinnar er bent á reikning nefndarinnar
Reikningsnúmer í Íslandsbanka. 544-04-760686
Reikngsnúmer í Landsbanka. 0140-15-381231
Kennitala Mæðrastyrksnefndar er 460577-0399