Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram um helgina og fimleikafélagið Björk átti að sjálfsögðu glæsilega fulltrúa á mótinu. Emilía Björt Sigurjónsdóttir fékk bronsverðlaun í heildarkeppni í kvennaflokki og Vigdís Pálmadóttir varð í fjórða sæti. Frammistaða keppenda í yngri flokkum vakti mikla athygli en þar unnust glæstir sigrar.

Björk vann þrefaldan sigur í 2. þrepi karla og þar var það Ari Freyr Kristinsson sem varð Íslandsmeistari. Stelpurnar í þessum flokki létu svo sannarlega ekki sitt eftir liggja og röðuðu sér fimm efstu sætin. Glæsileg frammistaða! Þar varð Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir Íslandsmeistari.

Keppendur frá fimleikafélaginu Björk unnu til eftirfarandi verðlauna:

Kvennaflokkur
Emilía Björt Sigurjónsdóttir – brons í heildarkeppni
Vigdís Pálmadóttir – brons í gólfæfingum

Unglingaflokkur karla
Breki Snorrason – silfur á tvíslá

Emilía Björt Sigurjónsdóttir(t.v.) fékk brons í kvennaflokki og Guðrún Edda Harðardóttir fór fjórum sinnum á pall í unglingaflokki. Mynd: Kristinn Arason

Unglingaflokkur kvenna
Guðrún Edda Min Harðardóttir – gull á tvíslá
Guðrún Edda Min Harðardóttir – gull á jafnvægisslá
Guðrún Edda Min Harðardóttir – silfur í gólfæfingum
Guðrún Edda Min Harðardóttir – brons í heildarkeppni
Hrefna Lind Hannesdóttir – brons á tvíslá

Þrefaldur sigur í 2.þrepi. F.v. Lúkas Ari, Ari Freyr og Björn Ingi. Mynd: Kristinn Arason

2.þrep karla
Ari Freyr Kristinsson – gull í heildarkeppni
Lúkas Ari Ragnarsson – silfur í heildarkeppni
Björn Ingi Hauksson – brons í heildarkeppni

Glæsilegur hópur Bjarkar-stúlkna í 2.þrepi. Verðlaunahafarnir eru fyrir miðri mynd, f.v.Natalía Dóra, Ragnheiður Jenný og Ísabella. Mynd: Kristinn Arason

2.þrep kvenna
Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir – gull í heildarkeppni
Natalía Dóra Rúnarsdóttir – silfur í heildarkeppni
Ísabella Hilmarsdóttir – brons í heildarkeppni