Við Strandgötu 32 opnaði Sunna Sif Júlíusdóttir snyrti- og gjafavöruverslunina Glowup 1. júní, á afmælisdegi Hafnarfjarðarbæjar. Hún vildi helst finna stað í Hafnarfirði og var búin að skima eftir hentugu húsnæði í bænum. Fyrir heppni rakst hún á húsnæði sem hefði losnað og hún tryggði sér það skömmu síðar. Sunna leggur áherslu á vegan og „cruelty free“ húð-, hár- og snyrtivörur, sem hún að sjálfsögðu notar einnig sjálf. 

Mikil natni hefur verið lögð við að gera versluna hlýlega og fallega.

Sunna Sif er förðunarfræðingur og hefur unnið við förðun og sölu á snyrtivörum í mörg ár og hefur því mikla þekkingu á snyrtivörum. Ég stofnaði svo netverslun með vörum sem ég hef notað og verið mjög ánægð með og viðtökurnar voru frábærar! Ég legg áherslu á að finna vandaðar nýjungar sem fást ekki á Íslandi. Mig hafði lengi dreymt að opna verslun svo þegar þessi flotta staðsetning losnaði þá stökk ég á tækifærið.“

Sunna leggur áherslu á vegan og „cruelty free“ vörur.
Silkikoddaverin sem Sunna selur eru afar vinsæl.

Án aukaefna

Lögð er áhersla á að vörurnar séu vegan og „cruelty free“. Allar hárvörurnar eru án parabena, súlfats og sílikons. „Meira segja umbúðirnar af sjampó og hárnæringunum frá Pump Haircare hárvörumerkinu sem virðast vera plast eru í raun unnar úr sykurreyr og brotna því auðveldlega niður í náttúrunni.“ Meðal þess sem selt er í Glowup eru verðlaunaðar brúnkuvörur, fjölbreytt úrval af lífrænum hárvörum, silkikoddaver, vinsælu húðvörurnar frá Alya skin, förðunarvörur og gæða te sem allir þurfa að prófa, ilmurinn og bragðið eru engu líkt og umbúðirnar einstaklega fallegar. Vörurnar eru tilvaldar í gjafapakkann eða til að dekra við sjálfan sig, enda stendur Glowup nafnið fyrir það að þú sért besta útgáfan af sjálfum þér. Vörurnar eru þekktar fyrir gæði og ber þess vitni ört stækkandi hópur ánægðra viðskiptavina. Ég býð ykkur velkomin til mín á Strandgötuna, segir Sunna. 

Brúnkuvörurnar eru mjög vinsælar.
Gæða- hárvörur.
Ýmsar gerðir af tei í fallegum umbúðum.

Facebook síðan: https://www.facebook.com/glowupverslun

Instragram: https://www.instagram.com/glowup.verslun/, en þar má m.a. finna í highlights aðferðir við að nota vörurnar sem seldar eru í versluninni.

Þessi umfjöllun er kynning.