Ás fasteignasala hefur gert samning við Hafnarfjarðarbæ um aðstoð við sölu á lóðum í hinu afar fjölskylduvæna íbúðahverfi í Skarðshlíð. Hverfið liggur á flata og í brekku sunnan og vestan í Ásfjalli og þar rís blönduð byggð einbýlishúsa, parhúsa, raðhúsa og lágreistra fjölbýlishúsa. Við heyrðum í Aroni Frey Eiríkssyni, öðrum eigenda Ás fasteignasölu, sem er spenntur fyrir þessu verkefni.

Lóðirnar sem eru til sölu í Skarðshlíð eru bæði fyrir einbýli og minni einingar eins fjórbýli og Aron segir valmöguleika góða fyrir einstaklinga og fjölskyldur en einnig fyrir verktaka sem hafa áhuga á að byggja fasteignir til að selja. „Við erum þegar búin að selja allar íbúðirnar sem hafa komið á sölu í Skarðshlíð hingað til. Eftirspurnin er sannarlega til staðar þarna og góð tækifæri fyrir verktaka sem vilja byggja. Eftirspurnin á líka vafalaust eftir að aukast enn meira þegar Ásvallabrautin er komin,“ segir Aron.

Skólar þegar komnir og mikil uppbygging
Inni á vefsíðunni Skarðshlíðin.is er hægt að sjá allar lausar lóðir sem bærinn hefur til sölu og nánari lýsingar á þeim. „Fólki er velkomið að hafa samband og/eða koma beint til okkar þar sem við getum upplýst um allt sem snýr að lóðakaupum á svæðinu,“ segir Aron. Nýja vegtengingin, Ásvallabrautin, sé væntanleg á milli Áslands 3 og Skarðshlíðar og verði mikil samgöngubót fyrir þetta svæði. „Það er heilmikil uppbygging á þessum stað og einn af stærstu kostunum fyrir við að kaupa lóð og byggja í Skarðshlíð er að þar eru þegar til staðar bæði grunnskóli og leikskóli sem og útibú fyrir Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Í flestum þetta nýlegum hverfum eru oft margir búnir að byggja sín hús löngu áður en skólar koma í hverfin. Það eru forréttindi fyrir okkur hjá Ás að hafa fengið þetta verkefni og við hlökkum til að heyra frá fleiri áhugasömum kaupendum,“ segir Aron að lokum.

Hér er tengill á nánari upplýsingar um Ásvallabraut: https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/framkvaemdir/asvallabraut/
Þessi umfjöllun er kynning.