Við í Markaðsstofu Hafnarfjarðar skorum á Hafnfirðinga til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu, afar fjölbreyttar og fallegar verslanir sem og veitingastaðir og kaffihús af bestu gerð. Það er ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir og fá sér eitthvað góðgæti í kjölfarið.

Miðbærinn okkar sem teygir sig allt frá Norðurbakka að Fornubúðum er fallega skreyttur líkt og undanfarin ár en við minnum einnig á spennandi verslanir víðsvegar annars staðar í bænum.

Á heimasíðu markaðsstofunnar msh.is er hægt að skoða lista af hugmyndum að hafnfirskri jólagjöf en þar á meðal eru gjafabréf að gæðastund, dýrindis matarkarfa eða listaverk. Á sömu síðu birtist jafnframt vikulega ný umfjöllun um fyrirtæki í bænum þar sem hægt er að kynnast þeim sem og fólkinu sem stendur á bak við þau.

Ef þú átt ekki heimangengt þá eru margar verslanir sem og veitingastaðir með heimsendingarþjónustu.

Thelma Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar