Um þessar mundir fara fram langþráðar framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Reykjanesbrautin var upphaflega lögð snemma á 7. áratug síðustu aldar. Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, birti í dag myndir frá lagningu brautarinnar í gegnum Hafnarfjörð, en faðir hans, Brynjólfur G. Brynjólfsson, tók þær líklega árið 1963. Brynjólfur var yfirmaður véladeildar Íslenskra Aðalverktaka og kom því mikið að lagningu brautarinnar. Guðmundur veitti góðfúslegt leyfi fyrir birtingu myndanna. 

Jarðvinna. Grundvöllur allrar góðrar vegagerðar.

Svo sveigjanleiki væri í veginum þá voru skil lögð sérstöku gúmmíefni.

Séð suður eftir úr Hafnarfirði. Til vinstri VW en Aðalverktakar notuðu þessa bíla mjög mikið – og lengi. Voru með allar útgáfur, pallbíla og „rúgbrauð“. Svo tók Mitsubishi við þessu hlutverki.

Á forsíðumynd, nær til hægri, má grilla í kant skábrautarinnar sem lá niður eftir Hvaleyrarholtinu ofanvert.