Á dögunum heimsóttu félagar úr Lionsklúbbi Hafnarfjarðar Björgunarsveit Hafnarfjarðar og komu ekki tómhentir frekar en fyrri daginn. Að þessu sinni var tilgangurinn að færa sveitinni eina milljón króna til að styrkja þjálfun og kennslu leitarhundanna Perlu og Urtu sem eru einu sinnar tegundar á landinu.
Perla er nú orðin gömul og lúin enda búin að skila löngu og farsælu starfi og Urta þykir mjög efnileg. Það er svo sannarlega von Lionsmanna og allra Hafnfirðinga að vel takist til, því starf Björgunarsveitarinnar er rós í hnappagat bæjarins okkar.

Myndir aðsendar: Magnús Ingjaldsson formaður Verkefnanefndar og Ívar Þórhallsson formaður klúbbsins afhenda Gísla Johnsen formanni Björgunarsveitarinnar gafabréfið.

Urta með kennara sínum og þjálfara Þóri Sigurhanssyni.
Forsíðumynd: Glaðbeittir Lionsfélagar ásamt Þóri , Urtu og Gísla. Frá vinstri Geir, Jón Gunnar, Haraldur, Guðjón, Magnús, Svavar, Kristinn, Magnús, Ingvar, Jón Rúnar, Ásgeir, Ívar og Ellert. Fyrir framan eru svo Gísli, Björgúlfur, Þórir og prinsessan Urta.