Lionsklúbburinn Ásbjörn fagnar á árinu 45 ára afmæli og á fögnuði sem félagarnir efndu til á dögunum, í golfskála Golfklúbbsins Keilis, mætti tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson og sló bæði á létta strengi og gítarstrengi, viðstöddum til gleði, söngs og ánægju. Við sama tilefni færðu félagar lionsklúbbsins Björgunarsveit Hafnarfjarðar eina milljón króna. Gísli Johnsen, formaður björgunarsveitarinnar, veitti gjöfinni  viðtöku.

Forsíðumynd: Sævar Hjartarson gjaldkeri, Gísli Johnsen formaður BH, Guðmundur Guðbjartsson formaður og Guðmundur Þórarinsson ritari
Myndir/OBÞ