Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra efndu til blaðamannafundar klukkan rúmlega fjögur þar sem merki um gosóróa á Reykjanesskaga eru farin að greinast á Reykjanesskaga. Vísindamenn telja að hugsanlega gæti kvika verið að leita leiðar upp á yfirborðið sunnan Keilis og eldgos gæti hafist frá allt að næstu klukkustundum upp í næstu daga.

Fram kom á fundinum gosóróapúls hafi komið fram á mælum veðurstofunnar klukkan 14:20 og í framhaldinu var send út tilkynning til fjölmiðla um að gos væri hugsanlega að hefjast. Vísindamenn hafa tekið fram að þetta verði ekki hamfaragos, enginn sé í hættu en fólk á ekki að fara á gosstöðvarnar. Gosið yrði líklega aðeins sunnan við fjallið Keili og gæti orðið á stærð við gosið í Holuhrauni árið 2014, en þó jafnvel minna.

Kvikugangurinn nær frá Fagradalsfjalli og að Keili, en talið er að gæti gosið í eða við Litla-Hrút. Mynd/af vef Almannvarna

Víðir Reynisson yfirlögreglumaður hjá Almannavörnum sagði á fundinum að umferðastjórnun verði með þeim hætta að umferð verði með eðlilegum hætti. Ekki sé hægt að girða svæðið af en því verði beint til fólks að svona gos geti verið varasöm vegna gasmengun. Hættulegasta svæðið sé í kringum hraunið. Því verði beint til fólks að fara ekki nálægt gosstöðvunum: „Við skulum samt bíða eftir að gosið komi.“

Skjáskot af beinni útsendingu RÚV af fundi Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Mynd af Keili/OBÞ