Fyrsta beina útsending Fjarðarpóstsins á árinu, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ, Bæjarbíó og Skjáskot, fór fram í Mathiesen stofunni sl. fimmtudag. Metáhorf var í beinni og horfði fólk víða á útsendinguna, m.a. Hafnfirðingur sem staddur var í Los Angeles.

Þáttastjórnandi er Olga Björt Þórðardóttir, eigandi Fjarðarpóstsins og viðmælendur að þessu sinni voru Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og Kristín Fjóla Reynisdóttir, læknanemi og varaformaður Hugrúnar geðfræðslufélags. Svavar Knútur tónlistarmaður sló botninn með skemmtiegu spjalli og ljúfum tónum að sínum hætti.

Stökum innslögum úr útsendingunni verður dreift í vikunni.

Öll grafík og tónlist eru hönnuð og samin af Davíð Goða Þorvarðarsyni, útsendingarstjóra hjá Skjáskoti.

Ágústa Kristófersdóttir.

Kristín Fjóla Reynisdóttir.

Svavar Knútur.

Olga Björt Þórðardóttir.

Fjarðarpósturinn í beinni – Fyrsti þáttur 2019

Fyrsti þáttur Fjarðarpóstsins í beinni í boði Hafnarfjarðarbæjar og Bæjarbíós.Útsending hefst kl. 12.

Posted by Fjarðarpósturinn on Fimmtudagur, 14. febrúar 2019