Jólaþorpið í Hafnarfirði var opnað sl. föstudag, að viðstöddu fjölmenni á öllum aldri. Fallegt og milt veður var og mikill hátíðleiki þegar hvert atriðið á fætur öðru fór fram á sviðinu. Gestir og gangandi nutu mikils vöruúrvals í jólahúsunum og einnig var hægt að kaupa sér heita drykki og góðgæti. Kveikt var á jólatrénu, sem er einstaklega fallegt og fallega skreytt í ár.

Jólaþorpið verður opið allar helgar fram að jólum frá kl. 13-18.

Rósa Stefánsdóttir og Olga Björt tóku meðfylgjandi myndir.