Berserkir axarkast héldu sitt fyrsta mót í axarkasti fyrir skömmu, sem kallað var Berserkjamót. Stefnt er að því að halda fleiri mót á árinu. Keppendur á mótinu voru 15 og var það töluvert fleiri en keppnishaldarar þorðu að vona og mótið gekk mjög vel.

Flestir keppendanna höfðu aðeins kastað öxum í stuttan tíma en stóðu sig ótrúlega vel og síðustu leikirnir voru æsispennandi. Í fyrsta sæti var Unnar Karl Halldórsson, öðru sæti David Orlando og í þriðja sæti var Ægir Kjartansson. Strax eftir keppnina vorum við kynningarhóf fyrir þau sem styrkt hafa Berserki í söfnun á Karolina Fund og fleiri sem hafa stutt þau síðustu mánuði.

Myndir: Vilborg Friðriksdóttir.