Danspör frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar hafa verið dugleg undanfarið að keppa á alþjóðlegum dansmótum að undanförnu og náð ótrúlega góðum árangri.

Á opna Evrópumeistaramótinu í Blackpool í apríl fengu þau Alex Freyr Gunnarsson og Ekatarína Bond 3. sætið í Standard í flokki áhugamanna og 1. sætið í Japan Open nokkrum dögum áður. Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir hafa einnig verið sigursæl í vetur og urðu m.a. íslandsmeistarar í Latin í flokki fullorðinna. Þau hafa nánast verið ósigrandi að undanförnu og hafa náð mjög langt á heimsvísu.
Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir urðu íslandsmeistarar í Standard í flokki fullorðinna og íslandsmeistarar í 10 dönsum í sama flokki. Sara Rós var kosin íþróttakona Hafnarfjarðar 2018.
Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir kepptu í Standard í flokki fullorðinna á íslandsmótinu og fengu 2.sætið á eftir þeim Nicolo og Söru Rós. Daníel og Sóley fóru einnig á opna evrópumótið í Blackpool og stóðu sig mjög vel.

Alþjóðleg danskeppni unglinga
Danspörin Einar Ernir Magnússon og Kristjana Aðalsteinsdóttir, ásamt Lauritz Blichfeldt og Katrínu Jönu Guðbjörnsdóttur stóðu vel í Blackpool á alþjóðlegri danskeppni unglinga undir 16 ára um páskana og kepptu á íslandsmótinu sem haldið var á Álftanesi 4.- 5.maí s.l. í Standard og fengu þau Lauritz og Katrín 2. sætið í Standard í flokki Unglinga II og Einar og Kristjana kepptu í flokki ungmenna og fengu 4. sætið. Dansparið Tristan Már Guðmundsson og Svandís Ósk Einarsdóttir stóðu sig vel á opna evrópumótinu í Blackpool um páskana í ungmennaflokknum og kepptu einnig á íslandsmótinu á Álftanesi í flokki ungmenna Latin og fengu þar 2.sætið.

Opið í allt sumar
Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar verður með opið í allt sumar og standa yfir strangar æfingar hjá danspörunum þeim Kristni og Lilju, Alex og Ekatarinu ásamt Daníel og Sóley sem eru að fara að keppa í lok maí í Blackpool í flokki áhugamanna. Sú danskeppni tekur yfir marga daga þar sem pör hvaðanæva úr heimininum taka þátt. Það verður spennandi að fylgjast með þessum stórglæsilegu danspörum sem eru komin á heimsmælikvarða.

 

Lauritz og Katrín Jana.

Kristinn og Lilja Rún.

Tristan og Svandís.

Daníel og Sóley.

Sara Rós og Nicolò.

Alex Freyr og Ekatarina.

Sara Rós og Nicolò.