Árlegt Starfa- og menntatorg fór fram í Flensborgarskóla fyrir skömmu, þar sem nemendur skólans kynntu sér ýmis störf og námsleiðir. Góð þátttaka var og mikill áhugi á því sem þar fór fram hjá fjölda aðila sem kynntu sig. Fjarðarpósturinn tók þátt að þessu sinni og svaraði útgefandinn Olga Björt Þórðardóttir fyrirspurnum um blaðamennsku og útgáfu eftir bestu getu. Myndirnar tók Bergdís Norðdahl sem einnig svaraði spurningum um ljósmyndun og blaðamennsku.