Mikla athygli vakti þegar Fornbílaklúbbur Íslands ók bílalest í gegnum miðbæ Hafnarfjarðar á 17. júní. Tíðkast hefur að þessi fallega lest keyri niður Laugaveg í Reykjavík en breyting varð á í ár vegna banns á öllum akstri niður þann veg. Fornbílaklúbburinn fór því í samstarf við Hafnafjarðarbæ sem tók þeim að sjálfsögðu fagnandi. Fornbílalestin keyrði á undan skrúðgöngunni og lagði síðan bílunum til sýnis við Hafnarborg. Við náðum nokkrum myndum, en miklu fleiri bílar voru til sýnis en hér sjást. (Myndir/OBÞ).