Ungmennahúsin í Hafnarfirði eru tvö; Hamarinn í gömlu Skattstofunni og Músík og mótor í gömlu lakkrísgerðinn við Dalshraun 10. Hamarinn er fyrir ungt fólk frá 16 til 25 ára og svo er Músik og mótor fyrir 13 til 25 ára. Deildarstjórinn Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem er m.a. hefur kennaramenntun, reynslu af kennslu og verið náms- og starfsrágjafi, tók við starfinu fyrir einu og hálfu áru. Hún skynjar að margt ungt fólk sem útskrifaðist sem stúdentar sl. vor finni fyrir félagslegu tómarúmi og sæki enn sterkt í Hamarinn. Hópurinn sem kemur sé mjög blandaður og það hafi komið henni skemmtilega á óvart að félagslega sterkir krakkar sem voru í félagsmálum í Flensborg sóttu mikið í ungmennahúsin þegar samkomutakmarkanir voru mestar. Þarna fá ungmennin líka aðstoð við heimanám.

Þetta er fyrsta viðtal af fjórum í jólahlaðvarpi Plássins. Ljúfa tónlistin sem ómar í byrjun viðtalsins og í lokin er flutt af VON-tríóinu sem spilaði fyrir gesti VON mathúss öll miðvikudagskvöld á aðventunni. Forsíðumyndina og myndirnar úr Hamrinum tók Bergdís Norðdahl.

VON-tríóið Ragnar Már Jónsson á saxófón, Þór Sverrisson á píanó og Arnar Jónsson á kontrabassa. Mynd/OBÞ
Húsnæði gömlu Skattstofunnar við Suðurgötu 14. Mynd/Bergdís Norðdahl.
Veruleg notaleg og nútímaleg aðstaða í Hamrinum. Mynd/Bergdís Norðdahl.
Heldur betur heimilislegt og allt til alls. Það má líka bara koma og gera ekki neitt. Allir á sínum forsendum. Mynd/Bergdís Norðdahl.