Flugeldasýning Björgunarsveitar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld og var glæsileg að vanda. Skotið var upp frá Hvaleyrarlóni og sást sýningin vel frá Óseyrarbraut, Holtinu, Strandgötu, Fjarðargötu, Herjólfsgötu og eflaust fleiri stöðum. Vegna samkomutakmarkana var fólk beðið um að njóta þess að horfa á sýninguna úr bílum sínum. Bergdís Norðdahl, ljósmyndari Hafnfirðings, hélt sig í mátulegri fjarlægð við Herjólfsgötu og náði þar þessum fallegu myndm.