Lið Flensborgarskólans sigraði lið Menntaskólans við Hamrahlíð í úrslitaviðureign í MORFÍs sem fram fór í Hörpu í kvöld. Saga Rún Vilhjálmsdóttir frá Flensborg var valin ræðumaður kvöldsins.

Lið Flensborgar skipuðu Ingi Snær Karlsson, Kolbrún María Einarsdóttir, Birkir Ólafsson og Saga Rún Vilhjálmsdóttir. Ræðuefni kvöldsins var “Lýðræði” og mæltu Flensborgarar með. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var fundarstjóri.

Nánar verður fjallað um keppnina í næsta tölublaði Hafnfirðings.

Forsíðumynd/ÓMS: Birkir Ólafsson, Kolbeinn Sveinsson, Einar Baldvin Brimar, Ingi Snær Karlsson, Saga Rún Vilhjálmsdóttir, Kolbrún María Einarsdóttir og Aron Kristján Sigurjónsson

Saga Rún Vilhjálmsdóttir, ræðumaður Íslands. myndir/sjáskot úr útsendingu
Birkir Ólafsson.
Kolbrún María Einarsdóttir.


Hér má sjá upptöku frá keppninni, sem var sýnd í beinni á YouTube rásinni:

Forsíðumynd/Flensborg