Flensborgarskólinn hlaut í dag heiðursverðlaun embættisins fyrir heildræna innleiðingu heilsueflingar. Í dag hóf skólinn því sitt fyrsta ár sem Heilsueflandi framhaldsskóli, fyrstur framhaldsskóla, og hefur unnið ötullega að því að efla heilsu og líðan nemenda og starfsfólks.

Skólameistari veitti verðlaununum viðtöku í dag í Tækniskólanum ásamt Andreu Marý, nemanda í skólanum, að viðstöddum landlækni, mennta- og menningarmálaráðherra og bæjarstjóra Hafnarfjarðar.

Embætti landlæknis veitir árlega Gulleplið, verðlaun fyrir framúrskarandi heilsueflingarstarf í framhaldsskólum landsins. Fram kemur í fréttatilkynningu frá embætti landlæknis að skólinn hafi unnið ötullega að heilsueflingu síðastliðin 10 ár og aldrei látið deigan síga. Skólastarfið hafi einkennst af áherslu á heilsueflingu, og þar með hafi skapast heilsueflandi menning í skólanum. Hún speglast meðal annars í auknu námsframboði tengdu heilsu og vellíðan og góðu utanumhaldi um nemendur.

Gulleplið góða.

Gulleplið var að þessu sinni afhent Tækniskólanum sem þykir standa öðrum framar á fyrirfram ákveðnum þætti í skólastarfi sem í ár var skólatengsl. Með skólatengslum er átt við tengsl nemenda við aðra nemendur og starfsfólk skólans.

Myndir: Flensborgarskóli