Félag kvenna í atvinnulífinu fór í sitt árlega jólarölt um Jólabæinn Hafnarfjörð fyrir skömmu sem hófst með jólaglöggi á Norðurbakka bókakaffihúsi. Félagskonur vörðum tíma saman, kíktu á félagskonur í Hafnarfirði, versluðu, nutu samverunnar, veitinga og fengu fræðslu og frábærar móttökur í verslunum með hressingu og tilboðum.
Olga Björt Þórðardóttir, eigandi Hafnfirðings, smellti nokkrum myndum af hópnum við upphaf göngunnar, en Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA tók svo myndir í jólaröltinu. Fyrirtækin Andrea, Álfagull, Dalakofinn, Daría, ELVEVEN RVK, Gatsby, LiljaBoutique, Litla HönnunarBúðin, Fataverslunin Kaki, Matarbúðin Nándin og Norðubakki kaffihús sem tóku sérstaklega á móti hópnum og buðu upp á veitingar. Andri Ómarsson, verkefnastjóri Jólaþorpsins hitti konurnar og sagði þeim frá sögu þorpsins og gangan endaði á því að Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri tók á móti hópnum í Hellisgerð.



























