Sementsflutningaskipið Fjordvik, sem strandaði í Helguvík á Reykjanesi í nóvember, var komið fyrir í flutningaflotkví í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Til stendur að flytja skipið áleiðis til Belgíu um helgina, þar sem það verður rifið.
Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, sagði í viðtali á hádegisfréttum RÚV að byrjað hafi verið að sökkva flotkvínni klukkan sjö í morgun og verkið hafi klárast eftir klukkan 13, innan tímamarka sem sett voru. Flotkvíin heitir Rolldock Sea og sé hollenskt og 140 metra að lengd. Fjordvik var búið að vera í Hafnarfjarðarhöfn í þrjá mánuði og fer áleiðis í niðurrif á laugardag.
Meðfylgjandi myndir tóku Bergdís Norðdahl, ljósmyndari Fjarðarpóstsins og drónamyndinar tók Guðmundur Fylkisson og veitti okkur góðfúslegt leyfi til að nota þær.