Vinalega verslunarmiðstöð okkar Hafnfirðinga, Fjörður, hélt verulega vel heppnað Konukvöld á fimmtudagskvöld í sl. viku. Húsnæðið fylltist af (aðallega) konum á öllum aldri sem nutu skemmtiatriða og kynntu sér ýmis tilboð á vörum og þjónustu hjá fyrirtækjunum á 1. og 2. hæð. Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar segist sjá töluverða fjölgun meðal þeirra fara í gegnum verslunarmiðstöðina, sem eru um milljón manns á ári, enda hafi markvisst verið unnið að því að bæta þjónustu, m.a. með auknum opnunartíma, meira vöruúrvali og viðburðum.


Þórhildur Þórðardóttir, lyfjatæknir í Lyfjum og heilsu í Firði. Þar er nú einnig opið á laugardögum.
„Eftir fjölmargar ábendingar lengdum við opnunartímann hjá Lyfjum og heilsu. Núna er einnig opið á laugardögum. Aðeins eitt rými er laust til útleigu, sem þýðir 3% af þeim fermetrum sem hér eru,“ segir Guðmundur stoltur. Um 50 fyrirtæki eru í allri byggingunni, ef turninn og heilsugæslan eru meðtalin. „Hér hafa verslanir fært sig á milli hæða með frábærum árangri. Verslunin Daría fór í 50% stærra rými á 1. hæð og er búin að bæta inn flottri fatalínu og snyrtivörum, en hún var þekktust fyrir vinsælu speglana með ljósunum. Leikfangaland blómstrar einnig á jarðhæðinni og hefur sala aukist þar um helming.“ Einnig hafa bæst við tvær nýjar verslanir, The Mistress og Forever Fashion. „Það seldist næstum allt upp í þeirri síðarnefndu um liðna helgi, en verslunin opnaði sl. föstudag. Ég held að þær eigi einar buxur eftir, en það er von á nýrri og flottri sendingu mjög fljótlega.“

Unnur Íris Hlöðversdóttir og Hugrún Gunnarsdóttir í Forever Fashion. Verslunin opnaði föstudaginn 4. október og nánast tæmdist um sl. helgi.

Bylgja Rán Elísabetardóttir í The Mistress. Verslunin er vinsæl meðal allra aldurshópa en ungar konur eru þó í meirihluta.
Eigendur við afgreiðsluborðin
Guðmundur leggur áherslu á þá sérstöðu fyrirtækjanna í Firði að í mjög mörgum þeirra eru eigendurnir sjálfir við afgreiðsluborðin. „Þjónustan verður persónulegri þannig og þekkingin, fagmennskan og reynslan skína í gegn. Svo er Krambúðin frábært reddingabúð með vörur á góðu verði, mikið úrval og fjöldi tilboða. Þau leggja áherslu á að viðskiptavinir fái þá upplifun að koma til kaupmannsins á horninu.“ Þá hafi veitingastaðurinn Rif heldur betur sannað sig, því þar en troðfullt á álagstímum og aukning um kaffileytið. „Þá koma hópar hingað og fá sér kaffi, kakó, vöfflur og tertur. Einnig hefur slegið í gegn að fylgjast með ýmsum íþróttaviðburðum á skjám á Rif og fá sér svaladrykk og snarl með. Það vita ekki allir af því.“

Hrefna Sif Ármannsdóttir í Krambúðinni. Hún kallar sig kaupmann, þykir vænt um það heiti og vill að viðskiptavinir upplifi sig eins og að þeir séu að koma til kaupmannsins á horninu.

Anne Marie Þórðardóttir í Daríu. Verslunin tvöfaldaði rými sitt eftir að hafa flutt sig niður á 1. hæð.

Þessi umfjöllun er kynning.