Vinalega verslunarmiðstöðin Fjörður fagnaði 25 ára afmæli sínu um liðna helgi, með pompi og prakt. Boðið var upp á ýmsar uppákomur og atriði og gestir fengu að smakka á stórglæsilegri 700 manna afmælistertu sem Jón Rúnar bakari í Kökulist reiddi fram. Mikill fjöldi sótti Fjörð heim um helgina og var framkvæmdastjórinn Guðmundur Bjarni Harðarson hæstánægður með hvernig til tókst. Meðfylgjandi myndir tóku Rósa Stefánsdóttir og Olga Björt Þórðardóttir.







































