Dans Brynju Péturs hefur verið starfræktur í 8 ár og er eini sérhæfði street dansskólinn á landinu. 600 nemendur á öllum aldri æfa fjölbreytta dansstíla í skólanum á 11 staðsetningum og einhverjar skærustu stjörnur í íslenskri dansmenningu kenna á tveimur stöðum í Hafnarfirði, í Íþróttahúsinu við Strandgötu og Reebok Fitness, Tjarnarvöllum. Þar eru hópar fyrir 7-9 ára, 10-12 ára og 13 ára +.

Brynja Péturs, danskennari og eigandi Dans Brynju Péturs. Mynd/aðsend
Dansarar frá Brynju í Eurovision. Mynd/aðsend

Í samtali við Hafnfirðing segir Brynja að í dansskólanum hennar sé öflugt barnastarf og frábærir leiðbeinendur fyrir hópa frá 5 ára aldri. „Einnig kenna hjá okkur bestu dansarar landsins í stílunum hiphop, dancehall, waacking, house, popping, break og top rock ásamt því að við bjóðum upp á flotta ‘Choreografíu’ danstíma með reynslumiklum dönsurum.“ Þá sé fjölbreytt dansnám í boði fyrir öll getustig en tímarnir í Hafnarfirði henti byrjendum og á miðstigi.

Það er alltaf fjör þegar kennarar og danshópar koma saman. Mikil virðing og vinskapur innan hópsins. Mynd/aðsend
Frá nemendasýningu. Mynd/aðsend
Luis og Brynjar með gullverdlaunin. Mynd/aðsend

Gullverðlaunahafar í alþjóðlegri danskeppni

„Þeir sem kenna tímana í Hafnarfirði eru Brynjar Dagur og Luis, sem búa báðir í Hafnarfirði, og unnu til gullverðlauna á alþjóðlegri danskeppni í Portúgal í fyrra. Brynjar Dagur vann eftirminnilega fyrstu Ísland Got Talent keppnina á Stöð 2 og báðir hafa þeir unnið Street Dans Einvígið hér heima mörg ár í röð. Gullverðlaunin í Portúgal unnu þeir með frumsamdri choreografíu í Street dans-flokki en keppendur voru um 6000 frá 53 löndum sem kepptu í ýmsum flokkum. Þeir eru miklar fyrirmyndir fyrir dansara á Íslandi og það er mikill fengur fyrir Hafnarfjörð að hafa svo hæfileikaríka og ástríðufulla dansara með vikulega tíma,“ segir Brynja, greinilega stolt af sínu fólki. Áhugasömustu nemendurnir geta komið til þeirra beggja og dansað fjórum sinnum í viku en Luis kennir á þriðjudögum og fimmtudögum á Strandgötunni og Brynjar á mánudögum og miðvikudögum á Tjarnarvöllum. 

Dansskólinn er áberandi árlega á Menningarnótt., þar sem kennarar og sýningahópar setja upp um 30 mínútna kraftmikla sýningu með fjölbreyttum atriðum. Mynd/aðsend
Baksviðs við gerð auglýsingar fyrir Arion banka. Mynd/aðsend

Uppákomur, hópefli og stór samstarfsverkefni

„Við erum spennt fyrir því að stækka við okkur í Hafnarfirði og munum vera með ýmsar uppákomur á önninni eins og hópeflisnámskeið, danspartý ofl. Nemendasýningar eru svo í lok hverrar annar ásamt árlegum danskeppnum. Danshóparnir okkar taka þátt í stórum verkefnum á ársgrundvelli en við vinnum mikið með Reykjavíkurborg, tökum árlega þátt í Barnamenningarhátíð í Eldborg, 17. júní, Menningarnótt og Unglist í Borgarleikhúsinu. Nýlega sáust dansararnir okkar í auglýsingu frá Arion banka, gerðri af Hvíta Húsinu og í Eurovision ‘12 stig’ útsendingunni á RÚV – bæði í auglýsingastiklunni og með Daða og Gagnamagninu. Einnig höldum við einu street danskeppni landsins árlega í samstarfi við Adidas og Coca Cola þar sem allir bestu street dansarar landsins keppa sín á milli, segir Brynja.

Allar nánari upplýsingar eru á vefsíðu dansskólans sem má finna hér.

Hér er hlekkur á Facebook síðuna.

Þessi umfjöllun er kynning.