Vel á sjötta hundrað manns mættu á fjölskylduhátíð í Víðistaðakirkju sl. sunnudag. Þetta er annað árið sem hátíðin er haldin og stýrt af Sr. Jónu Hrönn Bolladóttur, sóknarpresti í Vídalínskirkju í Garðabæ. Kirkjurnar sem stóðu að hátíðinni voru þjóðkirkjurnar í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi. Seinni hluti hátíðarinnar fór fram í íþróttahúsi Víðistaðaskóla.

Hundrað barna kór söng og var kærleikurinn og umhyggja fyrir náunganum kjarninn í boðskap lesinna, leikinna og sunginna texta. Á hátíðinni voru frumfluttir tveir nýir sálmar, með lögum eftir Helgu Þórdísi Guðmundsdóttur kórstjóra og sr. Braga J. Ingibergsson. Eftir kirkjustundina færði stóri hópurinn sig yfir í íþróttahúsið, þar sem boðið var upp á andlitsmálun, blöðrulistir, leiki, hoppukstala og boðið upp á grillaðar pylsur og drykki. Hljómsveit hátíðarinnar saman stóð af Ástvaldi Traustasyni, Þórarni Kr. Ólafssyni, Arngrími Braga Steinarssyni, Davíð Sigurgeirssyni, og sr. Hans Guðberg Alfreðssyni. Barnakórunum stýrðu Helga Loftsdóttir, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Davíð Sigurgeirsson og Helga Þórdís Guðmundsdóttir.















Myndir/OBÞ