Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss lauk í dag. FH sendi fjölmarga keppendur til leiks og svo fór að FH fagnaði sigri í heildarkeppni meistaramótsins og þar með sjálfum Íslandsmeistaratitlinum.

Keppnin var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en undir lok mótsins. FH sigraði í karlaflokki og hlaut 22 stig. ÍR varð í öðru sæti með 19 stig og Breiðblik fékk 11 stig í þriðja sætinu.

Kvennalið FH endaði í öðru sæti með 28 stig, aðeins einu stigi á eftir sigursveitinni sem kom frá ÍR. Eins og í karlaflokki, urðu Blikar í þriðja sæti með 10 stig.

Þessi úrslit þýddu að FH fékk samtals 50 stig og er Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum innanhúss 2019. Til hamingju FH. María Rún Gunnlaugsdóttir komst á pall í fjórum einstaklingsgreinum og geri aðrir betur.

FH vann verðlaun í eftirtöldum greinum á seinni degi mótsins:

Kormákur Ari Hafliðason. Mynd:Kristófer Þorgrímsson

200m hlaup
Kormákur Ari Hafliðason – Gull
Hinrik Snær Steinsson – Silfur

4 x 400m hlaup karla
Boðhlaupsveit FH – Gull

200m hlaup
Þórdís Eva Steinsdóttir – Silfur

Þórdís Eva Steinsdóttir. Mynd: Kristófer Þorgrímsson

800m hlaup
Sólrún Soffía Arnardóttir – Brons

4 x 400m hlaup kvenna
Boðhlaupssveit FH – Silfur

60m grindarhlaup
María Rún Gunnlaugsdóttir – Gull

Langstökk
María Rún Gunnlaugsdóttir – Silfur

Kúluvarp
María Rún Gunnlaugsdóttir – Gull