Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram helgina 23.-24. febrúar. Mótið er haldið á heimavelli FH í Kaplakrika og FH-ingar eru efstir að loknum fyrri keppnisdegi. Alls er keppt í 24 greinum og eru 169 keppendur skráðir til leiks frá 14 félögum. Mótinu lýkur sunnudaginn 24. febrúar þar sem lokagreinin verður keppni í 4 x 400 metra boðhlaupi.

FH vann til sex Íslandsmeistaratitla fyrri keppnisdaginn og leiðir heildarkeppnina með 26 stig. ÍR er í öðru sæti með 17 stig og Breiðablik er í þriðja sæti með 10 stig.

Það vakti mikla athygli að FH-ingar fengu tvíburasigur í 400m hlaupi karla og kvenna. Þórdís Eva Steinsdóttir sigraði í kvennaflokki og tvíburabróðir hennar, Hinrik Snær Steinsson vann í karlaflokki. Tvíburarnir eiga ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar þeirra, Steinn Jóhannsson og Súsanna Helgadóttir, voru bæði afar frambærileg í hlaupageinum á sínum tíma.

Hér má sjá hvaða FH-ingar komust á pall á fyrri degi mótsins:

400m hlaup
Hinrik Snær Steinsson – Gull
Kormákur Ari Hafliðason – Silfur

400m hlaup
Þórdís Eva Steinsdóttir – Gull

Langstökk
Kristinn Torfason – Gull

Tómas Gunnar Gunnarsson Mynd: FRÍ

Kúluvarp
Tómas Gunnar Gunnarsson – Gull
Valdimar Hjalti Erlendsson – Silfur
Mímir Sigurðsson – Brons

 

 

 

Hástökk – Gull
María Rún Gunnlaugsdóttir

60m hlaup
Andrea Torfadóttir