Eftir 25 ára eyðimerkurgöngu, náði FH loks að tryggja sér langþráðan sigur í bikarkeppni HSÍ með því að leggja Val að velli í skemmtilegum úrslitaleik, 27-24. Liðsheild FH reyndist of sterk fyrir rándýrt lið Vals og þjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon lagði leikinn fullkomlega upp. Til hamingu FH!

Leikmenn og þjálfarar liðsins mættu að sjálfsögðu með bikarinn heim í Kaplakrika, þar sem vel var tekið á móti þeim. Að sjálfsögðu byrjuðu menn á því að hittast á heimavelli Sigga bakara í Bæjarbakarí og svo var rölt yfir í Kaplakrika með bikarinn í hendi.

Aron Pálmarsson sannaði að FH-hjartað er stórt. Mynd: OBÞ

Þjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon Mynd: OBÞ

Þar tók við við skemmtileg dagskrá með flugeldum, ræðuhöldum, dansi og almennri gleði. Einn af ræðumönnum kvöldsins var landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona og óhætt er að segja að ræða kappans hafi slegið í gegn.

Skemmtileg myndbönd af því þegar bikarinn kom heim í Krikann og þegar menn dönsuðu af gleði, má finna á Facebook-síðu Fjarðarpóstsins.

Viðtöl og frekari umfjöllun verður í næsta tölublaði Fjarðarpóstsins.