Fimleikafélag Hafnarfjarðar varð 90 ára 15. október síðastliðinn. Í tilefni afmælisins býður félagið upp á meðfylgjandi myndaveislu, en FH-ingar og aðrir Hafnfirðingar ætla að hittast Í Kaplakrika næstkomandi laugardag á afmælishátíð sem hefst kl. 14 með opnu húsi. Kl. 16 verður vígsla Skessunnar og kl. 19 verður afmælisfögnuður í Sjónarhóli.
Árið 1938 var kvennaflokkur FH endurvakinn og Fríða Stefánsdóttir ráðin þjálfari. Þessi mynd er tekin 50 árum eftir að þær héldu sína fyrstu fimleikasýningu. FH-ingar urðu fyrstir til að sigra á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu árið 1972. FH-ingar fjarlægðu 10.000 rúmmetra af hrauni af Kaplakrikasvæðinu við gerð knattspyrnuvallarins. Boðhlaupssveit FH í bæjakeppni við Vestmannaeyjar 1945. Oliver Steinn, Sævar Magnússon, Sveinn Magnússon og Þorkell Jóhannesson. Fulltrúar FH í landsliði Íslands og pressuliði árið 1955. Birgir Björnsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Guðlaug Kristinsdóttir og Bergþór Jónsson. FH-ingar urðu fyrstir til að sigra á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu árið 1972. Æfing hjá frjálsíþróttadeild FH á skólamölinni fyrir framan gamla Lækjarskóla á fjórða áratug síðustu aldar.Með sigri á Haukum náði kvennalið FH að halda sæti sínu í efstu deild árið 2001.Róbert Magnússon þjálfari ásamt ungum iðkendum með afrakstur sumarsins 1999. Þarna má m.a. sjá Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Pálmarsson, Guðna Pál Kristjánsson og Örn Rúnar Magnússon.Aron Pálmarsson í kunnri stöðu á handboltavellinum. Ólafur Guðmundsson einnig. Íslandsmeistarar FH í handknattleik árið 1990.Bræðrurnir Ólafur, Bjarni og Björn Traustasynir voru allir miklir afreksmenn í sigursælu liði frjálsíþróttadeildar FH. FH-ingurinn Finnbogi Gylfason var sigursæll á hlaupabrautinni. Ungir boðhlaupsdrengir úr frjálsíþróttadeild FH. Jónas Hlynur Hallgrímsson, Ingi Sturla Þórisson, Jóhann Skagfjörð Magnússon og Egill Atlason.FH og Haukar eigast við í knattspyrnuleik árið 2001.FH Íslandsmeistarar 2004. Langþráður draumur orðinn að veruleika og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna var gífurlegur í lok leiks á Akureyri. Tommy Nilsen hampar Íslandsmeistarabikarnum í knattspyrnu árið 2008.Bikarmeistarar FH í frjálsum íþróttum níunda árið í röð árið 2002.Tíunda árið í röð landaði hið sigursæla frjálsíþróttalið FH bikarmeistaratitlinum árið 2003.Skylmingadeild FH var stofnuð árið 1993. Ragnar Ingi Sigurðsson varð Norðurlandameistari í opnum flokki í skylmingum árið 2003.Tryggvi Guðmundsson hampar Íslandsmeistarabikarnum í knattspyrnu árið 2009.