Fimleikafélag Hafnarfjarðar varð 90 ára 15. október síðastliðinn. Í tilefni afmælisins býður félagið upp á meðfylgjandi myndaveislu, en FH-ingar og aðrir Hafnfirðingar ætla að hittast Í Kaplakrika næstkomandi laugardag á afmælishátíð sem hefst kl. 14 með opnu húsi. Kl. 16 verður vígsla Skessunnar og kl. 19 verður afmælisfögnuður í Sjónarhóli.

Árið 1938 var kvennaflokkur FH endurvakinn og Fríða Stefánsdóttir ráðin þjálfari.
Þessi mynd er tekin 50 árum eftir að þær héldu sína fyrstu fimleikasýningu.
FH-ingar urðu fyrstir til að sigra á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu árið 1972.
FH-ingar fjarlægðu 10.000 rúmmetra af hrauni af Kaplakrikasvæðinu við gerð knattspyrnuvallarins.
Boðhlaupssveit FH í bæjakeppni við Vestmannaeyjar 1945. Oliver Steinn, Sævar Magnússon, Sveinn Magnússon og Þorkell Jóhannesson.
Fulltrúar FH í landsliði Íslands og pressuliði árið 1955. Birgir Björnsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Guðlaug Kristinsdóttir og Bergþór Jónsson.
FH-ingar urðu fyrstir til að sigra á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu árið 1972.
Æfing hjá frjálsíþróttadeild FH á skólamölinni fyrir framan gamla Lækjarskóla á fjórða áratug síðustu aldar.
Með sigri á Haukum náði kvennalið FH að halda sæti sínu í efstu deild árið 2001.
Róbert Magnússon þjálfari ásamt ungum iðkendum með afrakstur sumarsins 1999. Þarna má m.a. sjá Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Pálmarsson, Guðna Pál Kristjánsson og Örn Rúnar Magnússon.
Aron Pálmarsson í kunnri stöðu á handboltavellinum.
Ólafur Guðmundsson einnig.
Íslandsmeistarar FH í handknattleik árið 1990.
Bræðrurnir Ólafur, Bjarni og Björn Traustasynir voru allir miklir afreksmenn í sigursælu liði frjálsíþróttadeildar FH.
FH-ingurinn Finnbogi Gylfason var sigursæll á hlaupabrautinni.
Ungir boðhlaupsdrengir úr frjálsíþróttadeild FH. Jónas Hlynur Hallgrímsson, Ingi Sturla Þórisson, Jóhann Skagfjörð Magnússon og Egill Atlason.
FH og Haukar eigast við í knattspyrnuleik árið 2001.
FH Íslandsmeistarar 2004. Langþráður draumur orðinn að veruleika og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna var gífurlegur í lok leiks á Akureyri.
Tommy Nilsen hampar Íslandsmeistarabikarnum í knattspyrnu árið 2008.
Bikarmeistarar FH í frjálsum íþróttum níunda árið í röð árið 2002.
Tíunda árið í röð landaði hið sigursæla frjálsíþróttalið FH bikarmeistaratitlinum árið 2003.
Skylmingadeild FH var stofnuð árið 1993.
Ragnar Ingi Sigurðsson varð Norðurlandameistari í opnum flokki í skylmingum árið 2003.
Tryggvi Guðmundsson hampar Íslandsmeistarabikarnum í knattspyrnu árið 2009.