Hafnfirska fyrirtækið Strendingur ehf. verkfræðiþjónusta fékk á sl. miðvikudaginn staðfestingu þess efnis að fyrirtækið væri að vinna samkvæmt gæðastöðlunum ISO 14001 og ISO 45001. Fyrirtækið sinnir ráðgjafarþjónustu á svið byggingarverkfræði og hefur komið að ófáum verkefnum í Hafnarfirði og nágrenni undanfarin 25 ár.

Strendingur ehf. verkfræðiþjónsta hefur unnið samkvæmt vottuðu gæðastjórnunarkerfi ISO 9001 síðan árið 2010 en nú bætast við Umhverfistjórnunarkerfi ISO 14001 og Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað 45001.

Meðfylgjandi aðsendar myndir eru af því þegar Pétur Helgason frá Vottun hf. afhendir Sigurði Guðmundssyni framkvæmdastjóra Strendings staðfestingarskjölin og önnur mynd þar sem í forgrunni eru Sigurður Guðmundsson frá Strendingi , Pétur Helgason frá Vottun og  Gunnar frá 7.is og  í bakgrunni er hluti af starfsmönnum Strendings.